Real Madrid leyfir sér að dreyma um endurkomu gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld.
Staðan eftir fyrri leikinn er 3-0 fyrir Arsenal og í kvöld er komið að leiknum á Santiago Bernabeu.
Staðan eftir fyrri leikinn er 3-0 fyrir Arsenal og í kvöld er komið að leiknum á Santiago Bernabeu.
Madrídingar halda í vonina miðað við færslur leikmanna á samfélagsmiðlum en það hefur þó aðeins gerst fjórum sinnum á þessari öld að lið komi til baka eftir þriggja marka tap í fyrri leiknum í Meistaradeildinni.
Það gerðist fyrst 2004 þegar Deportivo La Coruna kom til baka eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leik sínum gegn AC Milan. Þeir unnu seinni leikinn 4-0 og fóru áfram í undanúrslit.
Árið 2017 vann Barcelona seinni leik sinn gegn PSG 6-1 eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0, en Börsungar áttu einnig í hlut í hinum tveimur einvígunum.
Þeir töpuðu seinni leik sínum við Roma 3-0 eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4-1 árið 2018 og ári síðar lentu þeir aftur í þessu er þeir töpuðu 4-0 fyrir Liverpool á Anfield eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0. Það einvígi var í undanúrslitunum og endaði Liverpool á því að vinna Tottenham í úrslitaleik.
Það er spurning hvort Real Madrid geti orðið fimmta liðið í kvöld, en það þarf kraftaverk til þess.
Athugasemdir