Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 16. maí 2023 08:46
Elvar Geir Magnússon
Arnar biðst afsökunar: Ekki eðlilega hallærisleg ummæli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings hefur beðist afsökunar á orðavali sínu í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Biðst inni­legrar af­sökunar á ekkert eðli­lega hall­æris­legum um­mælum sem höfð voru eftir mér í gær. Árið er 2023 og ég er að nota frasa sem er bæði móðgandi og við­heldur úr­eltri og rangri staðal­í­mynd. Arnar Berg­mann Gunn­laugs­son – gera betur," skrifar Arnar í færslu á Face­book.

Í umræddu viðtali var Arnar að svara Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, sem talaði um Víking sem grófasta lið deildarinnar.

„Ég tek því sem hrósi bara. Af því við vorum algjörar píkur í fyrra," sagði Arnar meðal annars í viðtalinu og hefur nú beðist afsökunar á þeim ummælum.

Um­mæli Arnars vöktu mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum og var hann gagnrýndur harðlega en Vísir fjallaði meðal annars um viðbrögðin hörðu sem viðtalið skapaði.
Athugasemdir
banner
banner
banner