Lærisveinar Loga Ólafssonar í Stjörnunni gerðu það sem þurfti til að innbyrða stigin þrjú sem í boði voru þegar Keflavík kom í heimsókn í Garðabæinn. Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Logi segist vera ánægður með varnarleikinn og var orðinn smeykur á tímabili.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Keflavík
,,Stigin þrjú voru extra sæt í dag, þar sem við vorum ekkert að spila sérstaklega vel og þó sérstaklega í seinni hálfleik. Það voru nokkrar rangar ákvarðanir og lélegar sendingar sem gerði það að verkum að Keflavík komst inn í leikinn. Án þess að þeir náðu að skapa mér mikið af færum.
,,Ég er mjög ánægður að halda hreinu og fá þrjú stig, sagði Logi. Keflavík voru líklegri að jafna undir lokin og Stjarnan orðnir fjölmennir í vörninni,
,,Maður er aldrei rólegur, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur. Maður hefur ýmsa fjörina sopið og séð ýmislegt og þá getur allt gerst. Ég var smeykur um að Keflavík gætu jafnað leikinn," sagði þjálfarinn reynslu mikli.
Viðtalið við Loga er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir