
Jason Orri Geirsson, stuðningsmaður Íslands var hress eftir jafntefli Íslands við Argentínu á Spartak Stadium í Moskvu í dag.
„Þetta var helvíti gott. Ég var viss um að við myndum ná jafntefli, þetta var bara spurning hvort við myndum vinna eða ekki. Messi var fínn í dag, en lélegt víti hjá honum."
„Hjartslátturinn var fínn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var hann orðinn ansi hraður. Við fáum Frakkana í 16-liða úrslitum og tökum þá. Það er spurning hverja við fáum í 8-liða. Ætli við förum ekki í undanúrslit og sjáum til hvernig fer þar," sagði Jason Orri kokhraustur.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir