Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 16. júní 2021 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt vafaatriði á Hlíðarenda á ögurstundu
Árni Vilhjálmsson kom boltanum í netið.
Árni Vilhjálmsson kom boltanum í netið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals höfðu betur gegn Breiðablik í stórleik kvöldsins í Pepsi Max-deildinni.

Valsmenn komust í 3-0 þrátt fyrir að Blikar hefðu spilað fínan fótbolta í leiknum. Breiðablik náði að minnka muninn úr vítaspyrnu á 77. mínútu.

Stuttu síðar skoraði Árni Vilhjálmsson öðru sinni en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

„Frábært spil hjá Blikum og Árni setur boltann í netið en flaggið á loft. Hefði sett allt í uppnám hefði það staðið!" skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu frá Hlíðarenda.

Þetta mark hefði getað breytt leiknum, svo sannarlega.

Það var farið yfir atvikið í Stúkunni á Stöð 2 Sport og þar komust sérfræðingarnir að því að markið hefði átt að standa.

„Þetta mark er ranglega dæmt af," sagði Jón Þór Hauksson og tók Ólafur Jóhannesson undir það. „Árni er aldrei rangstæður. Ég er sammála því."

Valsmenn komust á topp deildarinnar með sigrinum en Blikum gengur áfram illa gegn stóru strákunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner