Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júní 2022 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki alveg rétt að Ísland sé með yngsta lið Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið að Ísland sé með yngsta landslið Evrópu.

Þó það sé rétt að meðalaldurinn í liði Íslands sé ekki hár, þá er það ekki alveg rétt að við séum með yngsta lið Evrópu.

Ef meðalaldurinn í Þjóðadeildinni - í leikjum hingað til - er skoðaður, þá er Ísland með þriðja yngsta liðið á eftir Ítalíu og Tyrklandi.

Yngstu liðin:
Tyrkland - 24,4 ár
Ítalía - 24,7 ár
Ísland - 24,8 ár
Noregur - 25,2 ár
Úkraína - 25,3 ár

Íslenska liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar síðustu ár og hafa margir reynslumiklir leikmenn horfið á braut af ýmsum ástæðum. Liðið hefur því yngst mikið og eru margir efnilegir leikmenn að koma upp.

Ísland er enn taplaust í Þjóðadeildinni en hefur samt sem áður ekki enn unnið leik; fyrstu leikirnir hafa allir endað með jafntefli.

Þessi frétt er unnin með gögnum frá WyScout.
Athugasemdir
banner
banner