Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 16. júní 2022 14:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík með átta sinnum lægra xG en vann samt
Frábær frammistaða hjá markverði Keflavíkur í bland við lélega færanýtingu stjörnunnar.
Frábær frammistaða hjá markverði Keflavíkur í bland við lélega færanýtingu stjörnunnar.
Mynd: Hrefna Morthens
Keflavík vann 1-0 sigur á Stjörnunni á þriðjudag í Bestu deild kvenna. Það sem mesta athygli vekur við þau úrslit er skýrslan úr leiknum sem Besta deildin hefur birt á Twitter.

Þar sést að mikill munur var á xG (expected goals) hjá liðunum. Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Þú getur fengið xG á bilinu 0-1 fyrir hvert færi sem þú færð, miðað við hversu líklegt er að þú skorir úr færinu.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Keflavík var með 0.47 xG en Stjarnan var með 4.10 í xG - rétt tæplega níu sinnum hærra xG. Keflavík átti níu skot að marki Stjörnunnar og þrjú þeirra fóru á markið. Stjarnan átti 28 skot að mark og þrettán þeirra fóru á markið.

Samantha Leshnak Murphy átti virkilega góðan leik í marki Keflavíkur. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, tjáði sig um frammistöðu markvarðarins.

„Hún var alveg frábær í markinu í dag eins og hún er búin að vera. Maður er alveg rólegur, einhver skot utan af velli það fer ekkert um mann þá og sama með fyrirgjafirnar en hún var að verja nokkrum sinnum mjög vel."

Viðtölin eftir leikinn má nálgast hér að neðan.


Kristrún Ýr: Erum að þora að spila meira
Kristján: Ekki skotæfing á morgun, hún var í gær
Gunnar Magnús: Það fer ekkert um mann þá
Athugasemdir
banner
banner