Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   sun 16. júní 2024 12:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Póllands og Hollands: Sama lið og mætti Íslandi - Lewandowski ekki klár
Xavi Simons fagnar gegn Íslandi
Xavi Simons fagnar gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keppni hefst í D-riðli á EM í dag þar sem Pólland og Holland mætast.


Hollenska liðið mætti Íslandi í vináttulandsleik rétt fyrir mótið en Ronald Koeman stillir upp sama byrjunarliði í dag og mætti Íslandi. Xavi Simons þykir einn mest spennandi leikmaður mótsins en hann er í fremstu víglínu ásamt Cody Gakpo og Memphis Depay.

Holland varð fyrir áfalli eftir leikinn á móti Íslandi en þá kom í ljós að Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, yrði ekki með á mótinu og þá meiddist einnig Teun Koopmeiners, miðjumaður Atalanta í upphitun fyrir leikinn gegn Íslandi.

Pólland varð fyrir miklu áfalli þegar Robert Lewandowski, framherji Barcelona, meiddist í vináttulandsleik gegn Tyrklandi rétt fyrir mótið en hann er ekki klár í slaginn í dag.

Holland: Verbruggen, Dumfries, De Vrij, Van Dijk, Ake, Schouten, Reijnders, Veerman, Simons, Depay, Gakpo.

Pólland: Szczesny, Bednarek, Salamon, Kiwior, Frankowski, Zielinski, Romanczuk, Zalewski, Urbanski, Szymanski, Buksa.


Athugasemdir
banner
banner
banner