Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
J. Glenn: Við verðum að skora
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Vill að Víkingar verði „dirty" aftur - „Tölfræðin er lygilega góð"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
   sun 16. júní 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ánægður með frammistöðuna en kannski ekki tölurnar. Stelpurnar voru að keppa á móti mjög góðu liði. Við gáfum okkur öll fram, það er engin skömm að tapa fyrir Val.“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, eftir 4-1 tap gegn Valskonum í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 Valur

Fylkisliðið náði að klóra í bakkann í lokin í 3-1. Gunnar segir að hann fái alltaf einhverja trú þegar liðið hans skorar en Valskonur voru ekki lengi að bæta við öðru marki og klára leikinn.

Auðvitað færðu alltaf einhverja trú þegar liðið þitt skorar mörk. En svo kláruðu þær þetta með fjórða markinu hérna.

Þetta var fimmta tap Fylkis í röð í deildinni í dag. Gunnar segir að hann sér bætingu á liðinu milli leikja.

Auðvitað hefur ekkert gengið vel undanfarið. Það er einn leikur eftir af fyrri umferðinni og það er erfiður leikur næst á útivelli gegn Þór/KA. Ef ég lít til baka eru margir jákvæðir hlutir hjá okkur og margt annað sem þarf að laga eins og í dag. Við töpum fyrir FH 3-0 í seinasta leik á slökum varnarleik. Varnarleikurinn í dag var mun betri þótt við fáum á okkur fjögur mörk.“

Næsti leikur Fylkis er fyrir norðan gegn Þór/KA.

Það er gaman að glíma við bestu liðin. Allir leikirnir í þessari deild eru hörkuleikir. Þeir eru auðvitað mismunandi leikirnir eins og sást í dag.“ sagði Gunnar að leik loknum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner