Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 16. júní 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ánægður með frammistöðuna en kannski ekki tölurnar. Stelpurnar voru að keppa á móti mjög góðu liði. Við gáfum okkur öll fram, það er engin skömm að tapa fyrir Val.“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, eftir 4-1 tap gegn Valskonum í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 Valur

Fylkisliðið náði að klóra í bakkann í lokin í 3-1. Gunnar segir að hann fái alltaf einhverja trú þegar liðið hans skorar en Valskonur voru ekki lengi að bæta við öðru marki og klára leikinn.

Auðvitað færðu alltaf einhverja trú þegar liðið þitt skorar mörk. En svo kláruðu þær þetta með fjórða markinu hérna.

Þetta var fimmta tap Fylkis í röð í deildinni í dag. Gunnar segir að hann sér bætingu á liðinu milli leikja.

Auðvitað hefur ekkert gengið vel undanfarið. Það er einn leikur eftir af fyrri umferðinni og það er erfiður leikur næst á útivelli gegn Þór/KA. Ef ég lít til baka eru margir jákvæðir hlutir hjá okkur og margt annað sem þarf að laga eins og í dag. Við töpum fyrir FH 3-0 í seinasta leik á slökum varnarleik. Varnarleikurinn í dag var mun betri þótt við fáum á okkur fjögur mörk.“

Næsti leikur Fylkis er fyrir norðan gegn Þór/KA.

Það er gaman að glíma við bestu liðin. Allir leikirnir í þessari deild eru hörkuleikir. Þeir eru auðvitað mismunandi leikirnir eins og sást í dag.“ sagði Gunnar að leik loknum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner