Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 16. júní 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ánægður með frammistöðuna en kannski ekki tölurnar. Stelpurnar voru að keppa á móti mjög góðu liði. Við gáfum okkur öll fram, það er engin skömm að tapa fyrir Val.“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, eftir 4-1 tap gegn Valskonum í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 Valur

Fylkisliðið náði að klóra í bakkann í lokin í 3-1. Gunnar segir að hann fái alltaf einhverja trú þegar liðið hans skorar en Valskonur voru ekki lengi að bæta við öðru marki og klára leikinn.

Auðvitað færðu alltaf einhverja trú þegar liðið þitt skorar mörk. En svo kláruðu þær þetta með fjórða markinu hérna.

Þetta var fimmta tap Fylkis í röð í deildinni í dag. Gunnar segir að hann sér bætingu á liðinu milli leikja.

Auðvitað hefur ekkert gengið vel undanfarið. Það er einn leikur eftir af fyrri umferðinni og það er erfiður leikur næst á útivelli gegn Þór/KA. Ef ég lít til baka eru margir jákvæðir hlutir hjá okkur og margt annað sem þarf að laga eins og í dag. Við töpum fyrir FH 3-0 í seinasta leik á slökum varnarleik. Varnarleikurinn í dag var mun betri þótt við fáum á okkur fjögur mörk.“

Næsti leikur Fylkis er fyrir norðan gegn Þór/KA.

Það er gaman að glíma við bestu liðin. Allir leikirnir í þessari deild eru hörkuleikir. Þeir eru auðvitað mismunandi leikirnir eins og sást í dag.“ sagði Gunnar að leik loknum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner