Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   sun 16. júní 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ánægður með frammistöðuna en kannski ekki tölurnar. Stelpurnar voru að keppa á móti mjög góðu liði. Við gáfum okkur öll fram, það er engin skömm að tapa fyrir Val.“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, eftir 4-1 tap gegn Valskonum í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 Valur

Fylkisliðið náði að klóra í bakkann í lokin í 3-1. Gunnar segir að hann fái alltaf einhverja trú þegar liðið hans skorar en Valskonur voru ekki lengi að bæta við öðru marki og klára leikinn.

Auðvitað færðu alltaf einhverja trú þegar liðið þitt skorar mörk. En svo kláruðu þær þetta með fjórða markinu hérna.

Þetta var fimmta tap Fylkis í röð í deildinni í dag. Gunnar segir að hann sér bætingu á liðinu milli leikja.

Auðvitað hefur ekkert gengið vel undanfarið. Það er einn leikur eftir af fyrri umferðinni og það er erfiður leikur næst á útivelli gegn Þór/KA. Ef ég lít til baka eru margir jákvæðir hlutir hjá okkur og margt annað sem þarf að laga eins og í dag. Við töpum fyrir FH 3-0 í seinasta leik á slökum varnarleik. Varnarleikurinn í dag var mun betri þótt við fáum á okkur fjögur mörk.“

Næsti leikur Fylkis er fyrir norðan gegn Þór/KA.

Það er gaman að glíma við bestu liðin. Allir leikirnir í þessari deild eru hörkuleikir. Þeir eru auðvitað mismunandi leikirnir eins og sást í dag.“ sagði Gunnar að leik loknum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner