Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 16. júní 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ánægður með frammistöðuna en kannski ekki tölurnar. Stelpurnar voru að keppa á móti mjög góðu liði. Við gáfum okkur öll fram, það er engin skömm að tapa fyrir Val.“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, eftir 4-1 tap gegn Valskonum í Árbænum í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 Valur

Fylkisliðið náði að klóra í bakkann í lokin í 3-1. Gunnar segir að hann fái alltaf einhverja trú þegar liðið hans skorar en Valskonur voru ekki lengi að bæta við öðru marki og klára leikinn.

Auðvitað færðu alltaf einhverja trú þegar liðið þitt skorar mörk. En svo kláruðu þær þetta með fjórða markinu hérna.

Þetta var fimmta tap Fylkis í röð í deildinni í dag. Gunnar segir að hann sér bætingu á liðinu milli leikja.

Auðvitað hefur ekkert gengið vel undanfarið. Það er einn leikur eftir af fyrri umferðinni og það er erfiður leikur næst á útivelli gegn Þór/KA. Ef ég lít til baka eru margir jákvæðir hlutir hjá okkur og margt annað sem þarf að laga eins og í dag. Við töpum fyrir FH 3-0 í seinasta leik á slökum varnarleik. Varnarleikurinn í dag var mun betri þótt við fáum á okkur fjögur mörk.“

Næsti leikur Fylkis er fyrir norðan gegn Þór/KA.

Það er gaman að glíma við bestu liðin. Allir leikirnir í þessari deild eru hörkuleikir. Þeir eru auðvitað mismunandi leikirnir eins og sást í dag.“ sagði Gunnar að leik loknum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir