Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Murat Yakin: Áhugavert að bera fótbolta saman við skák
Yakin hefur starfað sem aðalþjálfari svissneska landsliðsins í tæplega þrjú ár.
Yakin hefur starfað sem aðalþjálfari svissneska landsliðsins í tæplega þrjú ár.
Mynd: Getty Images
Michel Aebischer skoraði og lagði upp í 3-1 sigri gegn Ungverjalandi.
Michel Aebischer skoraði og lagði upp í 3-1 sigri gegn Ungverjalandi.
Mynd: EPA
Sviss sýndi flotta frammistöðu gegn Ungverjalandi í fyrstu umferð Evrópumótsins í gær.

Lærisveinar Murat Yakin unnu góðan 3-1 sigur á Ungverjum og mæta Skotlandi í næstu umferð. Þar geta Svisslendingar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri.

Sviss hefur aðeins tapað einum af síðustu 15 leikjum sínum og var Yakin, sem spilaði 49 landsleiki fyrir Sviss á sínum tíma, kátur að leikslokum.

„Ég hef mikið sjálfstraust og ég veit hvað við getum gert með þetta lið. Ég er með mjög sterkan leikmannahóp og þegar það ríkir nægt traust á milli mín og leikmanna þá getum við náð nýjum hæðum. Við erum tilbúnir í þetta mót og andrúmsloftið er gott í búningsklefanum. Ég er búinn að leggja mitt af mörkum til að skapa þetta andrúmsloft," sagði Yakin eftir sigurinn í gær.

„Mér finnst gaman að spila skák og mér finnst áhugavert að bera fótbolta saman við skák. Taktíkin okkar svínvirkaði í dag. Það er ástæða fyrir því að við breyttum um leikkerfi og byrjunarlið fyrir þessa viðureign. Við höfum eflaust komið Ungverjum á óvart í byrjun leiks. Það er mikilvægt að nýta öll vopnin sem maður hefur á svona stórmóti."

Yakin telur það vera mikilvægt að leikmenn Sviss vanmeti ekki næstu andstæðinga sína í riðlakeppninni, skoska landsliðið sem steinlá gegn Þýskalandi í fyrstu umferð og fékk fimm mörk á sig.

„Leikurinn gegn Skotum verður allt öðruvísi. Við munum mæta til leiks með mikið sjálfstraust en við verðum að vera upp á okkar besta ef við viljum landa sigri.

„Það er margt við okkar leik sem við þurfum að bæta. Seinni hálfleikurinn hjá okkur var til dæmis alls ekki nógu góður. Við gáfum alltof mörg færi á okkur."

Athugasemdir
banner
banner