Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   sun 16. júní 2024 16:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera í jöfnum leik í fyrri hálfleik. Blikar voru með yfirhöndina fyrstu mínuturnar en við endum þetta betur. Mörkin í upphafi seinni slá okkur aðeins út, þetta voru freak mörk. Það var brekka." Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Blikar gengu frá leiknum á stuttum kafla í upphafi seinni hálfleiks eftir að Þróttur hafði endað fyrri hálfleik mjög vel.

„Við förum með góða tilfinningu í hálfleikinn. Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel en mörk breyta leikjum og við verðum að ráða við það betur. Þetta annað mark sem var beint úr horni fékk mína leikmenn til að spyrja sig hvað væri í gangi. Við þurfum meiri mótstöðukraft."

Þróttaraliðið er neðst í deildinni og hefur aðeins unnið einn leik. Stutt er þó á milli í deidlinni og ef liðið nær að tengja saman sigra er ekki langt upp úr þessu veseni sem liðið er í.

„Það er svekkelsi að tapa eins og það á að vera. Svo þarf bara að takast á við næsta verkefni við getum ekki farið að reikna eitthvað hvað gerist ef við vinnum hina og þessa leiki. Það á bara að taka næsta skref og reyna ná í stig og þannig komumst við upp úr þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner