Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar á Völlum óánægður með þjálfaraskiptin
Lengjudeildin
Gunnar á Völlum (mynd frá 2014)
Gunnar á Völlum (mynd frá 2014)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafsvíkur Víkingar tilkynntu í gær um að Guðjón Þórðarson væri nýr þjálfari meistaraflokks karla.

Guðjón tekur við liðinu af Jóni Páli Pálmasyni sem var rekinn á mánudag. Ekki eru allir stuðningsmenn Ólafsvíkinga parsáttir með þjálfaraskiptin og þá sérstaklega þögnina í kringum brottrekstur Jóns Páls.

Gunnar Sigurðarson, Gunnar á Völlum, er einn þeirra og var hann spurður út í skiptin í kjölfar ráðningar Guðjóns í gærkvöldi.

„Nei. Ég er drullu óánægður með þetta en hef engar upplýsingar til að vega og meta. Helvítis þögnin er skelfileg. Tel að það félag sem fær að njóta krafta JPP næst sitji uppi sem sigurvegari. Vona auðvitað að þessi kapall minna manna gangi upp. #LifiVíkingurÓlafsvík," skrifar Gunnar aðspurður hvort von sé á yfirlýsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner