Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. júlí 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
„KR-ingar með smá forskot á önnur lið um mitt mót með þessu áframhaldi"
KR-ingar fagna sigrinum gegn Breiðabliki.
KR-ingar fagna sigrinum gegn Breiðabliki.
Mynd: Hulda Margrét
Íslandsmeistarar KR fengu hrós frá Arnari Hallssyni í leikgreiningu hans eftir 3-1 sigurinn á Breiðabliki í toppbaráttuslag í Pepsi Max-deildinni í vikunni.

Smelltu hér til að lesa leikgreiningu Arnars

KR vann öflugan sigur á mánudaginn en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í sumar.

„KR-ingar eru ríkjandi meistarar og eru að sýna það að það var engin tilviljun að þeir skildu verða meistarar í fyrra. Þeir nálgast leikina af mikilli virðingu, eru duglegir, ósérhlífnir, vel skipulagðir, í góðu formi og liðsheildin virðist vera afar sterk," sagði Arnar í leikgreiningu sinni.

„Rúnar Kristinsson þekkir lið sitt greinilega mjög vel því hann nær að setja menn inn á réttu augnabliki, Stefán Árni (Geirsson) kemur inn í þennan leik og var mjög góður. Hefði sennilega átt að skora þrennu."

„Aron Bjarki (Jósepsson)spilar alltaf af öryggi þegar til hans er leitað og hefur fyllt skarð Finns Tómasar (Pálmasonar) af miklu öryggi en í þessum leik var það Finnur Orri sem stal senunni að mínu viti. Finnur Orri (Margeirsson) lagði upp tvö mörk fyrir Pablo (Punyed), var síógnandi og vann vel svæðin ásamt Atla og Kennie. Það voru ekki bara gæðin á boltanum og góðar ákvarðanir sem einkenndu hann því sennilega voru hann og Kristinn Jónsson duglegastu mennirnir inná vellinum."


Arnar spáir því að KR-ingar geti náð forskoti á önnur lið ef þeir spila áfram svona. „KR-ingar eru að setja í fluggír og með þessu áframhaldi munu þeir verða komnir með smá forskot á önnur lið um mitt mót," sagði Arnar.

Smelltu hér til að lesa leikgreiningu Arnars
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner