Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. júlí 2021 18:42
Victor Pálsson
FH kallar Morten Beck til baka úr láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið FH hefur ákveðið að kalla sóknarmanninn Morten Beck Andersen til baka úr láni frá ÍA Akranesi.

Þetta kemur fram á KSÍ í dag en Davíð Þór Viðarsson staðfesti það í samtali við Fótbolta.net í dag að félagið væri að skoða þann möguleika.

FH taldi sig þurfa á breiðari hóp að halda fyrir komandi átök og mun Morten nú vera liðinu til taks.

„Hann var ekki búinn að spila mikið þegar við lánuðum hann í Skagann, búinn að vera eitthvað meiddur og var svo fyrir aftan Matta í goggunarröðinni. Það var fínt að fór upp á Skaga og fékk að spila. Hann er í ágætis leikformi núna og við erum að skoða möguleikann á að taka hann til baka og fá hann inn til að hjálpa okkur í þessum seinni hluta Íslandsmótsins," sagði Davíð við Fótbolta.net um stöðuna.

Morten var lánaður til ÍA fyrir þetta tímabil en honum tókst ekki að skora deildarmark fyrir þá gulklæddu sem hafa vwerið í verulegum vandræðum.

Morten skoraði átta mörk í átta leikjum fyrir FH árið 2019 en skoraði svo aðeins eitt mark í 13 leikjum í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner