fös 16. júlí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Smalling hissa en spenntur á ráðningunni á Mourinho - Unnu 10-0
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var ráðinn stjóri Roma í vor og tók við af Paulo Fonseca. Mourinho hittir fyrir Chris Smalling hjá Roma en hann stýrði Smalling á sínum tíma hjá Manchester United.

Mourinho var í tvö og hálft ár undir stjórn Mourinho á Old Trafford og spilaði 100 leiki á þeim tíma. Það var rætt og ritað um ósætti á milli þeirra tveggja og Mourinho setti spurningamerki við það hvort Smalling væri nægilega harður til að spila í gegnum smá sársauka. Smalling sagði að hann gæti það en Mourinho gaf annað í skyn.

Smalling segir ekkert vandamál milli þeirra tveggja. „Maður þarf að hafa meiri áhyggjur ef stjórinn er ekki að tala um þig og vill ekki að þú spilir í gegnum smá sársauka. Þá vill hann ekki að þú spilir yfir höfuð. Hann vill ýta öllum skrefinu lengra og hann er fæddur sigurvegari," sagði Smalling.

„Þessi ráðning kom mörgum okkar á óvart en við vorum spenntir þegar við heyrðum fréttirnar. Jose er rétti maðurinn til að nái í bikar fyrir félagið," sagði Smalling.

Fyrsti æfingaleikur Roma undir stjórn Mourinho fór fram í gær og vann liðið 10-0 sigur gegn Montecatini. Borja Mayoral skoraði þrennu og þeir Carlos Perez, Gianluca Mancini, Riccardo Calafiori, Niccolo Zaniolo, Nicola Zalewski og Amadou Diawara skoruðu sitt markið hver. Eitt markið var sjálfsmark.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner