Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. júlí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stoltur að hafa skilið við félagið á toppnum þar sem það á heima
Meistarar í vor!
Meistarar í vor!
Mynd: Getty Images
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Getty Images
Hjörtur Hermannsson er genginn í raðir ítalska félagsins Pisa frá dönsku meisturunum í Bröndby, félagaskiptin voru staðfest í morgun.

Hjörtur var í fimm ár hjá Bröndby og varð danskur meistari með liðinu í vor. Hann varð þá bikarmeistari með liðinu árið 2018.

Í dag var birt kveðjuviðtal við Hjört á heimasíðu Bröndby.

„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir árin fimm hjá félaginu. Ég hef upplifað margt á þessum tíma, bæði góða kafla og slæma."

„Ég tek mikla reynslu með mér frá þessum tíma og er stoltur af því að hafa unnið bikarmeistaratitilinn og ekki síst að ná meistaratitlinum heim til félagsins og með því fært félagið aftur á topp danskrar knattspyrnu þar sem það á heima,"
segir Hjörtur.

„Ég hef hitt mikið af yndislegu fólki í ogvið félagið svo ég hlakka til að koma til að líta við hjá Bröndby einn daginn þegar öllum takmörkunum hefur verið létt til að kveðja almennilega alla þá sem ég þekki og frábæru aðdáendur félagsins."

„Takk fyrir þetta allt saman,"
segir Hjörtur.
Athugasemdir
banner
banner
banner