
"Það er auðvitað með ólíkindum að við skulum ekki skora í þessum leik, þvílík færi sem við fáum en þetta er bara saga sumarsins, ef þú skorar engin mörk er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki það segir sig sjálft en því miður vantar okkur gæði fram á við það segir sig sjálft við erum að skapa fullt en sjálfstraustið er þannig að menn eru bara hræddir við að skora en það er erfitt að segja hvað er hægt að gera í því, við erum að koma okkur í góðar stöður og erum að skapa fullt af færum en náum aldrei að nýta þau. Eina sem ég get hugsað er hvort ég eigi að byrja æfa aftur og reyna hjálpa til [ við markaskorun ]. Sagði Helgi Sigurðsson þjáfari Grindavíkur og fyrrum markahrókur eftir 2-0 tap gegn Gróttu en liðin mættust í dag á Vivaldi-vellinum.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 0 Grindavík
Eftir fyrri umferðina eru Grindavík með 12 mörk skoruð og 12 mörk fengin á sig og sitja í 5.sæti Lengjudeildarinnar sem er undir öllum væntingum sem Grindavík og aðrir fótboltaáhugamenn gerðu fyrir mót en Grindavík eru með marga stóra pósta í sínu liði.
„Það er klárt það alveg út úr kortinu ég man ekki eftir að nokkurt lið sem ég hef þjálfað hafi lent í svona og ekki einu sinni nálægt þessu, færin sem við fáum hérna sko það er efni í einhverja bók fyrir aðra að rannsaka afhverju við skorum ekki en það er oft þannig þegar að allt er á móti manni að sjálfstraustið er þannig að boltinn bara vill ekki inn og svo þarf lítið til við töpum boltanum tvisvar á slæmum stað í leiknum og okkur er refsað þannig bara vel gert hjá Gróttu. Ég get eiginlega ekkert kvartað yfir mínu liði og spilamennskunni í dag en bara eina sem vantar eru mörkin"
Talandi um þessi færi, Edi Horvat framherji Grindavíkur hefur verið orðaður frá félaginu og undirritaður hefur heyrt að Grindavík séu með danskan/nígerískan leikmann á reynslu, þarf Helgi nýja leikmenn fram á við til að liðið fari loksins að skora mörk?
" Varnarleikurinn hefur verið allt í lagi, eitt mark á sig í leik er allt í lagi en ef þú skorar bara eitt mark í leik er mjög erfitt að enda í efri hlutanum það segir sig sjálft hvar vandamálin liggja. Varðandi að fá nýja leikmenn inn, það er bara mjög erfitt að fá góða leikmenn á þessum tíma. Þú talar um erlenda leikmenn þetta eru oft leikmenn sem eru að koma úr fríi og eru ekki í því standi sem þarf að vera til að hjálpa okkur strax. Hvað varðar leikmenn á Íslandi sem geta nýst okkur þá vilja bara liðin oftar en ekki halda í framherjana sína og skiljanlega þetta eru ómetanlegir menn sem eru að skora, auðvitað er verið að skoða fullt af hlutum en meðan að svo er að við erum ekki komnir með neina fleiri leikmenn þá verðum við að vinna með það sem við höfum og fá það til að fúnkera, við megum ekki missa gleðina og trúna þótt þetta sé erfitt akkurat núna" Sagði Helgi en Grindavík eru einungis búnir að vinna einn leik í síðustu átta sem er vægast sagt lélegt miðað við hverju menn bjuggust við fyrir mót.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar er Helgi t.d. spurður út í hvernig hann sér restina af tímabilinu fyrir sér.
Athugasemdir