Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. ágúst 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áslaug Munda og Hildur Þóra farnar út í Harvard
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir koma ekki til með að leika meira með Breiðabliki í sumar.

Þær eru báðar í námi við einn virtasta háskóla í heimi, Harvard í Massachusetts í Bandaríkjunum. Þær eru þar í námi og spila með fótboltaliði skólans.

Þetta er svekkjandi fyrir Blika þar sem tveir öflugir leikmenn eru að yfirgefa liðið og framundan eru titilbarátta, bikarúrslit og Meistaradeildin. En samt sem áður frábært tækifæri fyrir stelpurnar og virkilega vel gert hjá þeim.

Áslaug Munda, sem fór með Íslandi á EM í sumar, hefur komið sérstaklega sterk inn í lið Blika og er þrisvar búin að vera í liði umferðarinnar í sumar.

Það var rætt um Breiðablik í síðasta þætti Heimavallarins og var þar rætt um það hversu mikið þær væru að missa, og hvort önnur lið gætu þannig blandað sér í baráttuna um annað sæti deildarinnar sem veitir þáttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári.
Heimavöllurinn: Svakalegur seinni á Samsung, ótrúlegt XG á Akureyri og línulaust í Dalnum
Athugasemdir
banner
banner
banner