Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. ágúst 2022 22:48
Ívan Guðjón Baldursson
Darwin Nunez biðst afsökunar á Twitter
Mynd: EPA

Mikið hefur verið rætt um Darwin Nunez sóknarmann Liverpool eftir að hann missti stjórn á skapi sínu og fékk rautt spjald í 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace um helgina.


Rauða spjaldið gerði lítið til fyrir Liverpool þar sem liðið virtist spila betur manni færri en tókst þó ekki að sækja sigurinn.

Nunez greip til Twitter til að biðjast afsökunar á þessari hegðun sinni eftir að hafa leyft Joachim Andersen, varnarmanni Crystal Palace, að fara í sínar fínustu taugar.

„Ég átta mig á því að ég sýndi slæmt framferði. Ég er hér til að læra af mistökum og þetta mun ekki gerast aftur," skrifaði Nunez á portúgölsku og bætti svo við á ensku: „Ég bið Liverpool afsökunar. Ég mun mæta aftur."

Sjá einnig:
Myndband sem sýnir hvernig Andersen náði að æsa upp í Nunez
Fer yfir málin með Nunez á morgun


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner