Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. ágúst 2022 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edda Sif klárar að spá í 13. umferð Bestu deildar kvenna
Edda Sif Pálsdóttir.
Edda Sif Pálsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klárast 13. umferð Bestu deildar kvenna með þremur leikjum. Fyrstu leikirnir í þessari umferð fóru fram undir lok síðasta mánaðar út af Meistaradeildarverkefni Vals og Breiðabliks, en hún klárast svo í kvöld með þremur leikjum.

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona, spáði í fyrstu tvo leikina og hún brá sér einnig í það hlutverk fyrir leiki kvöldsins.

Þróttur 1 - 2 ÍBV (18:00 í kvöld)
Þróttur vann fyrri leikinn 2-1 og ég held að þetta snúist við í kvöld og liðin hafi sætaskipti í töflunni. Eyjakonum hefur gengið fínt á útivelli og verið á ágætu róli ef frá er talinn skellurinn á móti Stjörnunni. Olga Sevcova og Kristín Erna skora mörk ÍBV.

Selfoss 2 - 0 Þór/KA (18:00 í kvöld)
Hérna mætast tvö lið sem unnu síðast leik í deildinni 1. júní. Selfyssingar eru svekktir eftir að hafa dottið út úr bikarnum um helgina og vilja væntanlega núna einbeita sér að því að vinna sig ofar í töfluna. Þær þurfa að fara að skora fleiri mörk og ég held að þær taki þetta 2-0 í kvöld. Brenna Lovera hlýtur að skora og Barbára setur hitt.

Afturelding 1 - 0 Keflavík (19:15 í kvöld)
Afturelding hefur unnið tvo af síðustu þremur en Keflavík tapað síðustu þremur. Afturelding vann líka þegar þessi tvö lið mættust í Keflavík og ég held að þær geri það aftur í kvöld, 1-0. Það hefur verið munurinn á þeim og liðum á svipuðum stað í töflunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner