þri 16. ágúst 2022 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Handabandadrama í Kópavogi í gær - Hvað gerðist milli Ingvars og Dags Dan?
Handabandið virtist einlægt en í kjölfarið gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra.
Handabandið virtist einlægt en í kjölfarið gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er ekki bara handabandadrama í enska boltanum þessa dagana því eftir að toppslag Breiðabliks og Víkings lauk með  1 - 1 jafntefli á Kópavogsvelli í gær mátti sjá eitt slíkt drama.


Ingvar Jónsson og Dagur Dan Þórhallsson tókust þá í hendur um leið og flautað var af en eitthvað virðist sem Ingvar hafi verið ósáttur því strax í kjölfarið ýtti hann fast í Dag og henti honum frá sér.

Því næst gekk hann rakleiðis til dómaranna og þakkaði þeim fyrir leikinn með Dag á eftir sér sem vildi fá að ræða málin. Ingvar var alls ekki tilbúinn í það samtal og á endanum þurfti Pablo Punyed að draga Dag til hliðar.

Myndir af þessu drama má sjá hér að neðan en þess má geta að Dagur fékk gult spjald í leiknum fyrir að brjóta á Ingvari.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner