Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   þri 16. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólöf Sigríður: Fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Þróttar, var hreint út sagt stórkostleg í 5-1 sigrinum gegn ÍBV í kvöld. Hún skoraði eitt og lagði upp þrjú.

„Það er gott að halda áfram á sigurbraut, við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera og allt sem við erum að gera á æfingum er að skila sér," sagði Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð, í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Við héldum þolinmæði, héldum í boltann, biðum eftir að svæðin opnuðumst og nýttum okkur það."

Olla hefur verið að glíma við erfið meiðsli og er hún er að koma til baka eftir það.

„Það er rosalega gaman. Það er erfitt líka og ég þarf að leggja meira á mig en ég hef áður gert. En það gerir bara litlu sigrana meira þess virði. Lykillinn að því að koma til baka er að vera jákvæð. Ég hélt áfram að mæta á leiki, mæta á æfingar og var partur af liðinu þó svo ég var meidd. Þetta var erfitt fyrir andlegu hliðina en það er mjög gaman að spila núna og ég nýtt þess."

Hún ákvað að koma alfarið yfir í Þrótt fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið á láni síðustu tvö árin frá Val. Af hverju tók hún þessa ákvörðun?

„Mér leið svo vel hérna. Eftir að ég fór á láni hjá í annað sinn þá ákvað ég að fara yfir. Ég fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum. Mér finnst það mikilvægt. Ég sé ekki neitt eftir þessari ákvörðun."

Þróttur er núna í þriðja sæti, þremur stigum frá öðru sæti. Olla segir að planið sé að vinna restina og sjá svo hvar liðið endi. Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner