Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   þri 16. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólöf Sigríður: Fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Þróttar, var hreint út sagt stórkostleg í 5-1 sigrinum gegn ÍBV í kvöld. Hún skoraði eitt og lagði upp þrjú.

„Það er gott að halda áfram á sigurbraut, við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera og allt sem við erum að gera á æfingum er að skila sér," sagði Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð, í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Við héldum þolinmæði, héldum í boltann, biðum eftir að svæðin opnuðumst og nýttum okkur það."

Olla hefur verið að glíma við erfið meiðsli og er hún er að koma til baka eftir það.

„Það er rosalega gaman. Það er erfitt líka og ég þarf að leggja meira á mig en ég hef áður gert. En það gerir bara litlu sigrana meira þess virði. Lykillinn að því að koma til baka er að vera jákvæð. Ég hélt áfram að mæta á leiki, mæta á æfingar og var partur af liðinu þó svo ég var meidd. Þetta var erfitt fyrir andlegu hliðina en það er mjög gaman að spila núna og ég nýtt þess."

Hún ákvað að koma alfarið yfir í Þrótt fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið á láni síðustu tvö árin frá Val. Af hverju tók hún þessa ákvörðun?

„Mér leið svo vel hérna. Eftir að ég fór á láni hjá í annað sinn þá ákvað ég að fara yfir. Ég fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum. Mér finnst það mikilvægt. Ég sé ekki neitt eftir þessari ákvörðun."

Þróttur er núna í þriðja sæti, þremur stigum frá öðru sæti. Olla segir að planið sé að vinna restina og sjá svo hvar liðið endi. Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner