Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 16. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólöf Sigríður: Fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Þróttar, var hreint út sagt stórkostleg í 5-1 sigrinum gegn ÍBV í kvöld. Hún skoraði eitt og lagði upp þrjú.

„Það er gott að halda áfram á sigurbraut, við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera og allt sem við erum að gera á æfingum er að skila sér," sagði Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð, í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Við héldum þolinmæði, héldum í boltann, biðum eftir að svæðin opnuðumst og nýttum okkur það."

Olla hefur verið að glíma við erfið meiðsli og er hún er að koma til baka eftir það.

„Það er rosalega gaman. Það er erfitt líka og ég þarf að leggja meira á mig en ég hef áður gert. En það gerir bara litlu sigrana meira þess virði. Lykillinn að því að koma til baka er að vera jákvæð. Ég hélt áfram að mæta á leiki, mæta á æfingar og var partur af liðinu þó svo ég var meidd. Þetta var erfitt fyrir andlegu hliðina en það er mjög gaman að spila núna og ég nýtt þess."

Hún ákvað að koma alfarið yfir í Þrótt fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið á láni síðustu tvö árin frá Val. Af hverju tók hún þessa ákvörðun?

„Mér leið svo vel hérna. Eftir að ég fór á láni hjá í annað sinn þá ákvað ég að fara yfir. Ég fæ meiri spiltíma og meira traust frá þjálfaranum. Mér finnst það mikilvægt. Ég sé ekki neitt eftir þessari ákvörðun."

Þróttur er núna í þriðja sæti, þremur stigum frá öðru sæti. Olla segir að planið sé að vinna restina og sjá svo hvar liðið endi. Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner