
„Hafði hann ekki upp á allt að bjóða? Bara flott skemmtun og góð auglýsing fyrir kvennaboltann á Íslandi. Tvö frábær lið að mætast og spila. Þetta hefði getað dottið báðu megin í dag en þetta datt Blika megin í dag og ég óska þeim til hamingju.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í bikarúrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Breiðablik
FH skaut í slána og skoraði rangstöðu mark undir lokin.
„Ég hélt að ég hefði skorað, var næstum því búinn að hlaupa upp í stúku. En það er bara eins og það er.“
Hvernig var að upplifa þetta í dag?
„Bara stórkostlegt. Stórkostlegt maður og stuðningurinn sem við FH-ingar fengum í dag var algjörlega magnaður. Ég er bara meyr og stoltur af því að vera FH-ingur.“
Er þetta eitthvað sem FH-ingar geta vanist?
„Já klárlega. Þetta snýst um að njóta, þetta hefur verið frábær dagur fyrir FH. Góð skemmtun og bara gaman. Auðvitað súrt og svekkjandi að tapa en vonandi eitthvað sem við getum vanist að komast á þennan leikvang.“
Hvað tekur núna við?
„Nú höldum við áfram. Það er bara deildin, við erum í góðri stöðu þar. Við erum að berjast við liðið sem við mættum í dag þar. Það verður bara áfram gakk.“
Athugasemdir