
Heiðdís Lillýardóttir var hress eftir sigur Breiðabliks gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.
Hún var sérstaklega ánægð með stuðninginn sem Blikar fengu þar sem rúmlega 2200 áhorfendur mættu á úrslitaleikinn.
„Ég er svo ánægð með hvað komu margir, það hjálpar svo mikið og sérstaklega þegar fólk mætir í grænu. Þetta var bara ólýsanlegt," sagði Heiðdís.
„Þetta var hörkuleikur hjá báðum liðum en við höfðum alltaf á tilfinningunni að við ætluðum að taka þetta."
Heiðdís hrósaði Sammy Smith í hástert að leikslokum enda skoraði hún tvennu í sigrinum.
„Hún er bara geggjaður leikmaður. Það er búið að vera svo gott að hafa hana hérna í sumar, við erum mjög heppin að hafa fengið hana.
„Ég er persónulega mjög stolt af því að hafa fengið að taka þátt í þessu með þeim eftir barnsburð. Ég gæti ekki verið glaðari með að vera komin með bikar í hús eftir það."
16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið
Athugasemdir