Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Ekki ákjósanlegt að enda á þremur útileikjum
Icelandair
Frá æfingu Íslands í morgun.
Frá æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta leik í rúma ellefu mánuði þegar liðið mætir Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli klukkan 18:45 á morgun.

Eftir hlé vegna kórónuveirunnar verður undankeppni EM kláruð með þéttu leikjaprógrami næstu mánuðina en lokaleikur Íslands verður í Ungverjalandi þann 1. desember.

Ísland mætir Lettum á morgun og Svíum í toppslag á Laugardalsvelli á þriðjudag. Síðustu þrír leikir Íslands í riðlinum verða síðan allir á útivelli.

„Það er auðvitað ekki ákjósanlegt að gera það. Við þurfum að nýta þessa leiki heima vel. Eins og þessi riðill hefur þróast og málin hafa þróast í heiminum þá endar þetta svona," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Við höfum gríðarlega sterka karaktera í þessum hóp og mikla reynslu í hópnum til að takast á við þetta verkefni og ólíkar aðstæður. Við erum tilbúin í það og þetta mun ekki hafa neikvæð áhirf á lokasprettinn í okakr riðli. Það er tæpt ár síðan við spiluðum síðast og við endum svo á fimm leikjum á nokkrum vikum. Þetta er snarpur endasprettur en við erum tilbúin að takast á við það."

Ísland og Svíþjóð eru að berjast um efsta sætið sem veitir rétt til að leika á EM í Englandi árið 2022. Liðin með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil um sæti á EM.

Leikir Íslands
Á morgun - Ísland-Lettland
Þriðjudagur - Ísland-Svíþjóð
Þriðjudagur 27. október - Svíþjóð-Ísland
Fimmtudagur 26. nóvember - Slóvakía-Ísland
Þriðjudagur 1. desember - Ungverjaland-Ísland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner