Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. september 2021 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Höjbjerg bjargaði stigi fyrir Tottenham
Harry Kane og Lucas Moura fagna fyrsta marki Tottenham í leiknum
Harry Kane og Lucas Moura fagna fyrsta marki Tottenham í leiknum
Mynd: Getty Images
Rennes 2 - 2 Tottenham
0-1 Loic Bade ('11 , sjálfsmark)
1-1 Flavien Tait ('23 )
2-1 Gaetan Laborde ('72 )
2-2 Pierre-Emile Höjbjerg ('76 )

Tottenham Hotspur gerði 2-2 jafntefli við Rennes í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í Frakklandi í kvöld.

Enska liðið komst yfir strax á 11. mínútu. Tanguy Ndombele hóf sóknina með frábærri hælsendingu. Harry Kane fann Lucas Moura sem keyrði inn í teiginn og lét vaða en boltinn fór af Loic Bade og í netið.

Frakkarnir sóttu á Tottenham næstu mínúturnar og uppskar liðið jöfnunarmark á 23. mínútu. Flavien Tait lét vaða í hægra hornið og kom Pierluigi Gollini engum vörnum við.

Steven Bergwijn fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og inn kom danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg.

Gaetan Laborde kom Rennes yfir á 72. mínútu. Hojbjerg átti skot hinum megin á vellinum og leikmenn Rennes keyrðu upp. Kamaldeen Sulemana átti skot sem Gollini varði en Laborde hirti frákastið og skoraði.

Fjórum mínútum síðar jafnaði Höjbjerg metin. Matt Doherty átti fyrirgjöf frá hægri, boltinn barst á Hojbjerg sem skoraði með tánni.

Lokatölur 2-2 í Frakklandi. Rennes og Tottenham deila stigunum í kvöld en Vitesse vann Mura 2-0 í sama riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner