Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 22:25
Kári Snorrason
Túfa: Alvöru svar frá síðasta leik
Sr­djan Tufegdzic.
Sr­djan Tufegdzic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk KR í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 4-1 fyrir Völsurum í skemmtilegum leik. Sr­djan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals kom í viðtal eftir leik.

Vegna tæknilegra örðugleika er viðtalið ekki í mynd.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 KR

„Góð frammistaða frá upphafi til enda. Það kom einn lítill kafli þegar við fengum mark á okkur sem við misstum stjórn á leiknum."

„Það hefur gerst í undanförnum leikjum, næsta verkefni er að fækka þessum köflum. Í dag var þetta styðsti slæmi kaflinn."

„Heilt yfir var góð orka í liðinu, mikil ákefð og frábær spilamennska á köflum. Góð skref fram á við og alvöru svar frá síðasta leik."


Valur er í þriðja sæti Bestu-deildarinnar ellefu stigum frá Breiðabliki og Víkingi, nú þegar komið er að tvískiptingunni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner