Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 16. október 2019 21:33
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Vigdís: Var ekkert að stressa mig
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt en mér fannst við fá mjög ódýr mörk á okkur og gerðum þetta of auðvelt fyrir þær. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir sem stóð í marki Breiðabliks í stórleiknum gegn PSG í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Ásta Vigdís hefur verið varamarkmaður fyrir Sonný Láru Þráinsdóttur í sumar en hefur nú vegna meiðsla Sonnýjar fengið tækifæri í tveimur síðustu Meistaradeildarleikjum Breiðablik. Ásta Vigdís vissi í gær að hún myndi spila í kvöld.

„Taugarnar voru fínar. Ég leit bara á þetta sem venjulegan leik og var ekkert að stressa mig,“ sagði Ásta Vigdís sem átti góðan leik og verður ekki sökuð um mörk PSG í leiknum.

PSG leiddi 3-0 í hálfleik en Blikum tókst betur að eiga við þær í síðari hálfleik.

„Við róuðum okkur aðeins niður. Við vorum kannski svolítið hátt uppi í byrjun en við róuðum okkur og skipulögðum okkur aðeins betur,“ sagði Ásta Vigdís um ólíka hálfleiki leiksins.

Það er óhætt að segja að brekkan sé brött fyrir Blika fyrir síðari viðureign liðanna en Ásta Vigdís er engu síður full tilhlökkunar enda um stærstu leiki ferilsins að ræða fyrir flesta leikmenn Breiðabliks.

„Þetta eru geggjaðir leikir til að spila og við fáum helling út úr því að spila þá.“

Nánar er rætt við Ástu Vigdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner