Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 16. október 2019 21:33
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Vigdís: Var ekkert að stressa mig
Kvenaboltinn
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt en mér fannst við fá mjög ódýr mörk á okkur og gerðum þetta of auðvelt fyrir þær. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir sem stóð í marki Breiðabliks í stórleiknum gegn PSG í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Ásta Vigdís hefur verið varamarkmaður fyrir Sonný Láru Þráinsdóttur í sumar en hefur nú vegna meiðsla Sonnýjar fengið tækifæri í tveimur síðustu Meistaradeildarleikjum Breiðablik. Ásta Vigdís vissi í gær að hún myndi spila í kvöld.

„Taugarnar voru fínar. Ég leit bara á þetta sem venjulegan leik og var ekkert að stressa mig,“ sagði Ásta Vigdís sem átti góðan leik og verður ekki sökuð um mörk PSG í leiknum.

PSG leiddi 3-0 í hálfleik en Blikum tókst betur að eiga við þær í síðari hálfleik.

„Við róuðum okkur aðeins niður. Við vorum kannski svolítið hátt uppi í byrjun en við róuðum okkur og skipulögðum okkur aðeins betur,“ sagði Ásta Vigdís um ólíka hálfleiki leiksins.

Það er óhætt að segja að brekkan sé brött fyrir Blika fyrir síðari viðureign liðanna en Ásta Vigdís er engu síður full tilhlökkunar enda um stærstu leiki ferilsins að ræða fyrir flesta leikmenn Breiðabliks.

„Þetta eru geggjaðir leikir til að spila og við fáum helling út úr því að spila þá.“

Nánar er rætt við Ástu Vigdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner