Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 16. október 2019 13:59
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Steinn og Helgi Guðjóns til skoðunar hjá Start
Bjarki Steinn Bjarkason.
Bjarki Steinn Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir ungir sóknarleikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru nú við æfingar hjá norska B-deildarfélaginu start en Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins.

Um er að ræða Bjarka Stein Bjarkason, leikmann ÍA, og Helga Guðjónsson sem gekk nýlega í raðir Víkings. Helgi raðaði inn mörkum fyrir Fram í Inkasso-deildinni í sumar.

Jóhannes segir við heimasíðu Start að liðinu vanti ekki leikmenn í þær stöður sem Bjarki og Helgi spila í en koma þeirra til félagsins sé meira til að skoða þá upp á framtíðina.

„Þetta snýst líka um að byggja upp sambönd við félög á Íslandi. Kannski gefst tækifæri til að vinna nánar með þeim. Þetta er áhugaverður markaður sem við eigum að hafa augu á," segir Jóhannes.


Athugasemdir
banner