Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. október 2021 09:59
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe ætlar til Real Madrid - Lewandowski til Man City?
Powerade
Kylian Mbappe ætlar sér til Real Madrid, sama hvað PSG býður honum
Kylian Mbappe ætlar sér til Real Madrid, sama hvað PSG býður honum
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski í ensku úrvalsdeildina?
Robert Lewandowski í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Aurelien Tchouameni gæti farið í ensku úrvalsdeildina
Aurelien Tchouameni gæti farið í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Paul Pogba til Barcelona?
Paul Pogba til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að öllu því helsta í slúðurpakkanum þennan laugardaginn en það er nóg af áhugaverðum molum í pakka dagsins.

Engin upphæð mun geta laðað franska framherjann, Kylian Mbappe (22), um að framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain, en hann er ákveðinn í að ganga til liðs við Real Madrid. (AS))

Liverpool, Manchester City og Manchester United eru öll að fylgjast með Aurelien Tchuoameni (21), miðjumanni Mónakó, en hann er metinn á um 40 milljónir punda. (ESPN)

Man City ætlar að fá Robert Lewandowski (33), framherja Bayern München, í stað fyrir Raheem Sterling (26). (Express)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, skilur það að Jesse Lingard (28) gæti hafnað að framlengja við félagið ef hann fær ekki meiri spiltíma. (Evening Standard)

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba (28), hefur boðið Barcelona að fá leikmanninn. Samningur Pogba rennur út næsta sumar, en Juventus, Paris Saint-Germain og nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig áhuga. (ESPN)

Dominic Calvert-Lewin (24), framherji Everton, er efstur á lista hjá Arsenal fyrir næsta sumar. (Football.London)

Jose Mourinho, þjálfari Roma, hefur áhuga á að fá Riqui Puig (22), miðjumann Barcelona, en hann er aftarlega í goggunarröð spænska félagsins. (Sport)

Antonio Rudiger (28), varnarmaður Chelsea, segir að nýja samningstilboð félagsins sé vanvirðing við hann. Samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Sport1)

Paulo Fonseca, fyrrum þjálfari Roma og Shakhtar Donetsk, gæti tekið við Newcastle United, en það er búist við því að Steve Bruce verði látinn taka poka sinn eftir helgi. (ESPN)

Umboðsmannateymi enska miðjumannsins Declan Rice (22) segir ekkert til í því að hann sé á leið frá West Ham til Newcastle. (90min)

Inter er vonast eftir því að framlengja samning Nicolo Barella (24) á næstu vikum, en Liverpool og Paris Saint-Germain hafa mikinn áhuga á honum. (Gazzetta dello Sport)

Eintracht Frankfurt býst ekki við því að serbneski landsliðsmaðurinn Filip Kostic (28), fari til Newcastle í janúar. (Sport1)

Dimitri Payet (34), leikmaður Marseille, segist ekki skilja neitt í því af hverju William Saliba (20), fær ekki meiri spiltíma hjá Arsenal, en hann er á láni hjá Marseille. (L'Equipe)

Joe Aribo (25), leikmaður Rangers í Skotlandi, er á ratsjá Crystal Palace. (Football Insider)

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður LIverpool, segir að peningar séu ekki ávísun á árangur og kæmi það honum virkilega á óvart ef Newcastle myndi ná að vinna ensku úrvalsdeildina fyrir 2030. (Telegraph)

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að hópurinn sem vann Meistaradeildina árið 2008 hafi búið til hópsamtal á WhatsApp þar sem þeir sakna þess að grínast í hvor öðrum. (Sun)

Norwich, Leicester Everton og Manchester United eru að skoða Calvin Ramsay (18), leikmann Aberdeen í Skotlandi. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner