Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   sun 16. október 2022 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Yfirlýsing frá Liverpool: Vonbrigði að heyra þessa níðsöngva
Frá Anfield í dag
Frá Anfield í dag
Mynd: EPA
Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir 1-0 sigur liðsins á Manchester City á Anfield í dag, en stuðningsmenn Man City eru til rannsóknar eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough-slysið.

97 stuðningsmenn Liverpool sem mættu á leik liðsins gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins árið 1989, létu lífið í troðningi. Þetta er eitt mannskæðasta slys sem hefur átt sér stað á fótboltaleik.

Enska götublaðið Sun hélt því lengi fram að stuðningsmenn Liverpool hafi rænt fórnarlömbin, pissað á lögregluþjóna og almennt sýnt óviðeigandi framkomu, en eftir umfangsmikla rannsókn kom í ljós að þetta var fjarri sannleikanum. Blaðið þurfti að biðjast afsökunar í kjölfarið en stuðningsmenn annarra liða hafa ítrekað notað þessi orð Sun til að koma höggi á Liverpool og stuðningsmenn félagsins.

Stuðningsmenn Manchester City sungu níðsöngva um Hillsborough-slysið fyrr á þessu ári og var það sama sagan í dag á Anfield. Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Við erum fyrir miklum vonbrigðum að heyra níðsöngva frá hólfi útiliðsins sem snúast að harmleik sem átti sér stað á fótboltavelli. Þá voru einnig framin skemmdarverk í stúkunni með graffi sem vísaði í sama harmleik."

„Við vitum hvaða áhrif svona hegðun hefur á fjölskyldur, eftirlifendur og alla þá sem tengjast svona skelfilegum atburðum."

„Við erum að vinna með viðeigandi aðilum og munum einnig vinna með Manchester City til þess að tryggja það að þessum níðsöngvum verði sparkað úr fótbolta fyrir fullt og allt,"
sagði í yfirlýsingunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner