Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mán 16. október 2023 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alda Ólafs riftir við Fjölni - Var langmarkahæst í sumar
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Alda í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alda Ólafsdóttir hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rift samningi sínum við Fjölni og er hún að skoða í kringum sig eftir að hafa átt frábært sumar.

Alda var langmarkahæst í 2. deild kvenna í sumar en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 33 mörk í 20 deildarleikjum. Hún skoraði þá eitt mark í einum leik í Mjólkubikarnum.

Alda er uppalin í FH en hún hefur einnig leikið með Aftureldingu og ÍR á ferli sínum.

Alda var í íslenska slúðurpakkanum á dögunum orðuð við FH og Fylki í Bestu deildinni, en hún var einnig sögð efst á óskalista Fram sem kom á óvart í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Það verður áhugavert að sjá hvert næsta skref hennar þessa öfluga sóknarmanns verður.
Athugasemdir
banner
banner