Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Isak varð fyrir rasísku aðkasti - „Á ég að stöðva leikinn?"
Isak í leik með Willem II á síðustu leiktíð. Hann er í dag á mála hjá Real Sociedad.
Isak í leik með Willem II á síðustu leiktíð. Hann er í dag á mála hjá Real Sociedad.
Mynd: Getty Images
Daniele Orsato, dómari leiksins í gær.
Daniele Orsato, dómari leiksins í gær.
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað afskaplega leiðinlegt atvik undir lok leiks Rúmeníu og Svíþjóðar í gærkvöldi. Alexander Isak kom inn á sem varamaður hjá Svíunum og varð fyrir rasísku aðkasti frá stuðnngsmönnum Rúmena.

Isak er 20 ára gamall og foreldrar hans koma frá Eritreu. Isak er vonsvikinn með hegðun rúmensku stuðningsmannanna. Dómari leiksins stöðvaði leikinn þegar leiðinda hljóð heyrðust frá stuðningsmönnunum í annað skiptið.

„Ég spurði dómarann hvort hann hefði heyrt eitthvað. Stuttu seinna stöðvaði hann leikinn og sagðist hafa heyrt eitthvað."

„Hann spurði mig: 'Á ég að stöðva leikinn?'. Ég sagði nei, þú þarft ekki að gera það. Rasísk orð, hlutir sem ættu ekki að gerast. Þetta er mjög dapurt."


Andreas Granqvist, fyrirliði sænska liðsins, hrósaði dómaranum eftir leikinn. „Dómarinn var mjög góður og brást rétt við. Hann sagði við Isak að láta sig vita ef þetta héldi áfram og þá mun ég stöðva leikinn."

„Við kláruðum leikinn til að koma í veg fyrir að stöðva þurfti leikinn og svo fögnuðum við á vellinum."


Svíþjóð bar sigur úr býtum, 0-2, og tryggði sér þar með sæti á EM á næsta ári. Isak kom inn á sem varamaður á 78. mínútu leiksins.

Í frétt theSun má sjá myndband af atvikinu í Rúmeníu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner