Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 16:19
Elvar Geir Magnússon
Ísland kom með leiguflugi í gær en Moldóva mætti klukkan 5 í morgun
Icelandair
Íslenska landsliðið flaug með leiguflugi.
Íslenska landsliðið flaug með leiguflugi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og við greindum frá fyrr í dag þá gagnrýndi landsliðsþjálfari Moldóvu ferðatilhögun liðsins.

Landslið Moldóvu mætti til landsins 5 í morgun á meðan Ísland kom með leiguflugi um miðjan dag í gær.

Þjálfarinn segist ekki hafa neinn tíma til að fara yfir taktískar útfærslur fyrir leik Moldóvu og Íslands sem fram fer annað kvöld. Allur undirbúningur muni fara í endurheimt.

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Íslands, var spurður að því á fréttamannafundi hvort þetta geti ekki hjálpað íslenska liðinu.

„Ég er bara að heyra af þessu fyrst núna frá þér," sagði Jón Daði.

„Þú þarft að ná endurheimt eftir leiki og þetta á að hjálpa. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við séum heilir. Þrátt fyrir þetta þá erum við að búast við gríðarlega erfiðum leik."

Fjölmiðlamaður frá heimaliðinu spurði Jón Daða þá út í andstæðinga morgundagsins.

„Það er kominn meiri stöðugleiki og agi í liðið eftir þjálfaraskiptin. Liðið sýndi það gegn einu besta liði heims," sagði Jón Daði en Moldóva tapaði naumlega 2-1 fyrir Frakklandi á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner