Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 24. nóvember 2019 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Íslenski Knattspyrnuskólinn á Spáni 2020
Mynd: Pinatar Arena Football Center
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Íslenski knattspyrnuskólinn á Spáni var stofnaður sumarið 2016 og hefur verið starfræktur í samvinnu við Errea hvert sumar síðan 2016. Skólinn er einstaklingasmiðaður og er fyrir krakka á aldrinum 13-17 ára.

Markmiðið strax í upphafi var að hafa skólann vandaðan og að það væru gæði á öllum endum hans. Frábærir þjálfarar, aðbúnaður allur í hæsta gæðaflokki, ekki síst frábærir vellir, ef skólinn ætti að standa undir því nafni að „æfa eins og atvinnumaður“ .

Með það í huga, valdi stofnandinn Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari karlalandsliðins, reynda vel menntaða íslenska þjálfara með UEFA -A þjálfaragráðu með sér í þetta verkefni og mótaði síðan skólann í samvinnu við þá.

Skólanum var síðan valinn staður í San Pedro, litlum bæ á suður Spáni þar sem nánast alltaf er sól og blíða. Þar er líka ein besta og nýtískulegasta fótboltamiðstöð á Spáni, Pinatar Arena þar sem mörg af bestu félagsliðunum og landsliðunum koma til æfinga enda aðstaðan frábær : 6 FIFA grasvellir, líkamsrækt, sundlaug, pottar og annað sem er nauðsynlegt þeim sem vilja æfa við toppaðstæður. San Pedro er í tæplega klst fjarlægð frá Alicante flugvelli.

Á Pinatar Arena kom Jurgen Klopp reglulega með Borussia Dortmund og Benites með Newcastle, svo dæmi séu tekin. Þessa dagana er þarna 5 daga mót U-18 ára landsliða karla: Englands, Rússlands, Tékklands, Noregs og Finnlands. Þar áður voru þarna U-20 ára kvennalið Frakklands , Rússlands og Spánar þarna fyrir miðjan nóvember og aðeins fyrr karlalandslið Equador, U-17 ára landslið karla Englands, Spánar,Chile og Þýskalands. Þar áður var kvennalandslið Chile og svona má lengi telja.

Endilega að skoða Facebook síðu Pinatar Arena

Allur annar aðbúnaður , gisting og fæði er fyrsta flokks. Fyrir utan æfingar eru fyrirlestrar um mataræði, heilbrigt líferni, félagslega þætti og flest það sem skólinn telur ungmenni skipta máli. Þar fyrir utan eru ýmsar skemmtanir sem lúta að hópefli því að þetta á ekki bara að vera „fræðilegt“ því þetta verður líka að vera skemmtilegt um leið og það er gagnlegt.

Fín aðstaða er á hótelinu fyrir þessa þætti skólans. Þannig að krakkarnir í skólanum fá raunverulega forsmekk af því hvernig bestu lið æfa, við hvaða aðstæður, eignast líka góðar minningar og kynnast öðrum krökkum með sömu áhugamál.

Íslenska knattspyrnuskólanum var strax vel tekið og er kominn til að vera. Sumarið 2020 verður skólinn yfir verslunarmannahelgi, farið út 27.júlí, daginn eftir að Rey Cup lýkur og komið heim 3.ágúst.

Við viljum benda fólki á þann möguleika að upplagt er fyrir foreldra að sameina skólann fjölskyldufríi. Þannig er hægt að biðja um að heimflugi þátttakandans sé seinkað og þannig geti viðkomandi hitt fjölskyldu sína og tekið aukavikur í fríi eftir skólann.

Sjá nánari upplýsingar um skólann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner