Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 16. nóvember 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Koulibaly sendi Napoli ástarbréf - Ekki á leið frá félaginu
Senegalski miðvörðurinn Kalidou Koulibaly er ekki að hugsa um að yfirgefa ítalska félagið Napoli á næstunni en hann sendi félaginu ástarbréf á Twitter.

Koulibaly, sem er 28 ára gamall, hefur sannað sig sem einn af bestu miðvörðum heims með frammistöðu sinni á Ítalíu en hann hefur verið orðaður við Manchester United síðustu vikur.

Breska pressan heldur því fram að Koulibaly sé að ýta á eftir því að komast til United en hann hefur svarað með fallegu ástarbréfi til Napoli.

Samningur hans við félagið gildir til ársins 2023.

„Börnin mín fæddust hér. Ég óx sem leikmaður og sem manneskja hjá Napoli. Fjölskylda mín er hér og hér líður mér eins og heima," sagði Koulibaly á Twitter.


Athugasemdir
banner