Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan opinn fyrir því að fara til Bologna
Zlatan Ibrahimovic er líklega á leið til Ítalíu
Zlatan Ibrahimovic er líklega á leið til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic verður laus allra mála hjá Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni um áramótin en það er orðið ljóst að hann mun ekki vera áfram í Bandaríkjunum.

Zlatan er 38 ára gamall og spilaði tvö tímabil í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 53 mörk í 55 leikjum en hann hefur þegar kvatt félagið á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt sænsku miðlunum er Zlatan að öllum líkindum á leið til Ítalíu. Milan er þar helst í umræðunni en hann kunni mjög vel við tíma sinn þar á meðan Malmö virðist fjarlægur draumur fyrir sænska áhangendur.

Riccardo Bigon, yfirmaður íþróttamála hjá Bologna, segir að Zlatan hafi áhuga á að koma til félagsins en Zlatan og Sinisa Mihajlovic, þjálfari Bologna, eru góðir félagar en Sinisa var aðstoðarþjálfari Inter er Zlatan var á mála hjá félaginu.

„Það er bara einn og hálfur mánuður áður en markaðurinn opnar á ný. Samband Zlatans og þjálfarans er mjög gott og þeir hafa rætt saman," sagði Bigon.

„Hann talaði um það að hann væri opinn fyrir hugmyndinni að koma til félagsins en hann er núna að vega og meta alla möguleika eftir að hafa kvatt MLS-deildina."

„Við erum mjög heillaðir af þessari stöðu en það er ljóst að þetta er ekki í okkar höndum. Hann verður að ákveða þetta og við bíðum bara rólegir en við erum þó jákvæðir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner