Spænska félagið Atlético Madríd vildi kaupa Miguel Almiron frá Newcastle United í sumar en umboðsmaður leikmannsins greinir frá þessu í útvarpsviðtali við Futgol 970.
Almiron kom til Newcastle frá Atlanta United árið 2019 og hefur tekist að heilla í ensku úrvalsdeildinni.
Diego Simeone, þjálfari Atlético, vildi fá Almiron áður en kórónuveiran herjaði heiminn en ljóst er að leikmaðurinn mun fara frá félaginu þegar aðstæður leyfa.
„Atlético Madríd var að fylgjast með Almiron en félagið ákvað að leggja ekki fram tilboð. Þegar allt fer í fyrra horf þá mun Miguel taka næsta skref. Ef þessi veira hefði ekki herjað heiminn þá væri hann að spila annars staðar," sagði Daniel Campos, umboðsmaður Almiron.
Almiron gæti yfirgefið Newcastle næsta sumar en félagið vill að minnsta kosti 30 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Athugasemdir