banner
   mán 16. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil Andri og Patrik í ÍR (Staðfest)
Leikmennirnir með Arnari Hallssyni, þjálfara ÍR.
Leikmennirnir með Arnari Hallssyni, þjálfara ÍR.
Mynd: ÍR
ÍR hefur samið við tvo nýja leikmenn um að leika með liðinu á næstu leiktíð í 2. deild karla.

Arnar Hallsson tók nýverið við þjálfun ÍR og hann er ánægður með nýju mennina.

Tilkynning ÍR
Knattspyrnudeild ÍR hefur gert samning við þá Patrik Hermannsson og Emil Andra Auðunsson og munu þeir því leika fyrir félagið næstu þrjú árin.

Patrik er 18 ára gamall varnarmaður sem kemur frá HK og er úr sigursælum 2002-árgangi félagsins. Hann getur leikið allar varnarstöðurnar á vellinum en hefur lengst af leikið sem bakvörður og þá jafnt sem hægri sem vinstri bakvörður.

„Ég er gríðarlega ánægður með að hafa fengið Patrik til liðs við okkur. Hann er sennilega besti varnarmaður í stöðunni 1v1 sem ég hef nokkru sinni þjálfað. Patrik er harðduglegur, hefur mikið og gott keppnisskap og æfir hrikalega vel. Ég hef fulla trú á því að hann muni láta mikið til sín taka á næstu árum og bæta sig mikið í okkar röðum." sagði Arnar um Patrik.

Emil Andri er uppalinn Víkingur, fæddur árið 2000 og klæðist hönskum og markmannstreyju inni á fótboltavelli. Hann kom inná í Pepsi Max-deildarleik aðeins 18 ára gamall og hélt þá hreinu gegn Valsmönnum. Eftir að hafa verið lykilmaður í 2. flokksliði félagsins var Emil lánaður í Hött/Hugin nú í sumar og lék 6 leiki í 3. deildinni.

„Emil Andri hefur allt sem þarf til að verða framúrskarandi markvörður. Rökrétt skref fyrir hann var að koma í ÍR og keppa um markvarðarstöðuna í meistaraflokki félagsins. Hann hefur fengið góða þjálfun hjá Cardaklija á undanförnum árum og er vel undir samkeppnina búinn. Ég þekki vel til Emils því hann spilaði upp fyrir sig með mínum liðum þegar ég var að þjálfa yngri flokka í Víkingi. Hann sýndi þá strax umtalsverða hæfileika. Þeir hæfileikar sem hann býr yfir í bland við vinnusemi munu fleyta honum langt," sagði Arnar um Patrik.

Strákarnir skrifuðu undir samningana í blíðunni á ÍR-svæðinu nú um helgina þar sem Arnar þjálfari hitti þá og fór yfir áherslurnar fyrir næsta leiktímabil, sem og þá uppbyggingu sem félagið er nú í utan knattspyrnuvallarins, þeirri uppbyggingu ætlum við með #hvítbláahjartað að fylgja innan vallar næsta leiktímabil.

Knattspyrnudeild ÍR hefur gert samning við þá Patrik Hermannsson og Emil Andra Auðunsson og munu þeir því leika fyrir...

Posted by ÍR Fótbolti on Sunnudagur, 15. nóvember 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner