Brynjar Snær Pálsson er genginn í raðir HK frá ÍA en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Bestu-deildarfélagið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HK-ingum.
Brynjar, sem er 21 árs gamall, á að baki 50 leiki og 2 mörk í efstu deild með Skagamönnum.
Samningur hans við ÍA rann út eftir tímabilið er liðið féll niður í Lengjudeildina. Þá lék hann þrettán leiki í deildinni.
Hann mun halda áfram að spila í Bestu-deildinni en hann skrifaði undir þriggja ára samning við HK í dag.
Brynjar á að baki 8 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
HK vann sér sæti í Bestu-deildinni eftir síðasta tímabil er liðið hafnaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir