Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. janúar 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elísa framlengir við Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir hefur skrifað undir samning við Val sem gildir út tímabilið 2022.

Elísa er fyrirliði Vals en var að skoða möguleikana á því að spila erlendis á komandi tímabili en þessi tíðindi benda til þess að hún verði á Íslandi út næsta tímabil.

„Það er mikil ánægja að tilkynna að fyrirliðinn okkar hefur skrifað undir nýjan samning við Val. Elísa gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið 2016 og hefur verið lykilleikmaður síðan þá. Hún átti frábært tímabil síðasta sumar þar sem hún leiddi liðið til sigurs á Íslandsmótinu," segir í færslu Vals.

Sjá einnig:
Elísa skoðar möguleika erlendis: Kannski síðasti dansinn fyrir mig (10. nóv '21)

Elísa verður 31 árs í maí og spilar oftast sem hægri bakvörður. Hún hefur þó leyst stöðu vinstri bakvarðar í íslenska landsliðinu að undanförnu. Hún á að baki 43 landsleiki og 125 leiki í efstu deild á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner