mán 17. janúar 2022 17:18
Elvar Geir Magnússon
Sjötta tapið í átta leikjum hjá Aroni og félögum í Katar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu í dag 1-2 á heimavelli gegn Qatar SC í katörsku úrvalsdeildinni.

Aron Einar lék aftur sem miðvörður hjá Al Arabi en liðiðhefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.

Al Arabi er nú í fjórða sæti en efstu þrjú liðin komast í Meistarakeppni Asíu.

Younes Ali, fyrrum landsliðsmaður Katar, er þjálfari Al Arabi en hann tók við af Heimi Hallgrímssyni sem hætti eftir síðasta tímabil.

Al Duhail er í efsta sæti með 32 stig, stigi á undan Al Sadd sem á þrjá leiki til góða á toppliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner