Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. janúar 2023 14:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guy Smit í ÍBV (Staðfest) - Má spila gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guy Smit er genginn í raðir ÍBV á láni frá Val út komandi tímabil í Bestu deildinni.

Guy er 26 ára Hollendingur sem lék með Val á síðasta tímabili eftir að hafa varið mark Leikni tvö tímabil þar á undan. Í frétt á heimasíðu ÍBV er tekið fram að Guy sé með leikheimild í leikjum gegn Val.

„Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í marki Reykjavíkurliðanna á síðustu árum. 2016 var hann fenginn til reynslu hjá Arsenal er liðið var í markvarðakrísu," segir í tilkynningu ÍBV.

Guy kom til Vals og varði mark liðsins fyrri hluta tímabilsins. Valur fékk svo Frederik Schram frá Lyngby sem varði mark liðsins út tímabilið. Frederik mun koma til með að vera áfram aðalmarkvörður liðsins á komandi tímabili og því ljóst að Guy fengi afar takmarkaðan fjölda mínútna með Val. Hann var settur á sölulista hjá Val eftir tímabilið og er nú komin í ÍBV.

ÍBV mætir einmitt Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þann 10. apríl. Samningur Smit við Val rennur út eftir tímabilið.

Sjá einnig:
Guðjón Orri missir af öllu tímabilinu - „Hefði þurft að fara í aðgerð síðasta sumar"
Athugasemdir
banner
banner
banner