
ÍBV hefur samið við kanadíska framherjann Holly O'Neill um að leika með félaginu á næstu leiktíð.
Holly kemur til ÍBV frá heimalandinu þar sem hún hefur leikið með Electric City FC síðasta árið.
Holly, sem er 24 ára, lék áður í háskólaboltanum í Kanada og var hún í Memorial University.
„Knattspyrnudeild ÍBV bindur miklar vonir við Holly og hlakkar til samstarfsins," segir í tilkynningu ÍBV.
ÍBV endaði í sjötta sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð en eftir að tímabilinu lauk þá var Jonathan Glenn rekinn úr starfi þjálfara liðsins. Í hans stað var Búlgarinn Todor Hristov ráðinn.

Athugasemdir