Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. janúar 2023 08:15
Elvar Geir Magnússon
Rice efstur á blaði Arsenal - Man Utd í viðræðum um Dumfries
Powerade
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Denzel Dumfries.
Denzel Dumfries.
Mynd: Getty Images
Newcastle vill Gallagher.
Newcastle vill Gallagher.
Mynd: EPA
Leeds vill Ounahi.
Leeds vill Ounahi.
Mynd: Getty Images
Klopp er ekki að hugsa sér til hreyfings.
Klopp er ekki að hugsa sér til hreyfings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rice, Rashford, Bellingham, Elanga, Dumfries Raphinha, Ziyech, Nkunku, Klopp, Saliba og fleiri í hnausþykkum slúðurpakka. BBC tekur saman það helsta í slúðrinu.

Declan Rice (24), miðjumaður West Ham og enska landsliðsins, er efstur á óskalista Arsenal fyrir næsta sumarglugga. Forráðamenn Arsenal eru bjartsýnir á að félagið geti skákað Chelsea í baráttunni um hann. (Times)

Danny Murphy telur að Rice geti orðið enn betri hjá Arsenal og hann yrði fullkominn liðsstyrkur fyrir félagið. Arsenal þyrfti að borga um 80 milljónir punda fyrir hann (TalkSport)

Manchester United vinnur hörðum höndum að því að fá Marcus Rashford (25) til að skrifa undir nýjan samning. Rashford hefur verið frábær á tímabilinu en United býður ekki yfir 300 þúsund pund í vikulaun, samkvæmt nýjum viðmiðum félagsins. (Mail)

Sebastian Kehl íþróttastjóri Borussia Dortmund ætlar að tilkynna Jude Bellingham (19) og hans foreldrum að það hafi ekki komið nein formleg tilboð í hann. (Kicker)

Dortmund hefur áhuga á sænska vængmanninum Anthony Elanga (20) sem hefur færst aftar í goggunarröðina hjá Manchester United vegna frammistöðu Alejandro Garnacho. (TalkSport)

Manchester United er í viðræðum við Inter um hollenska hægri bakvörðinn Denzel Dumfries (26) en í umræðu er 35 milljóna punda verðmiði. (TuttoMercatoWeb)

Tottenham er í viðræðum við Sporting Lissabon um spænska varnarmanninn Pedro Porro (23) en vill ekki ganga að 40 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans. (90min)

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha (26), sem hefur verið orðaður við Arsenal, hefur ekki í hyggju að yfirgefa Barcelona í janúarglugganum. (Mundo Deportivo)

Newcastle United hefur áhuga á að kaupa þrjá leikmenn Chelsea; ensku miðjumennina Conor Gallagher (22) og Ruben Loftus-Cheek (26) auk marokkóska vængmannsins Hakim Ziyech (29). Newcastle gæti gert tilboð í þá alla í janúar. (Telegraph)

Max Ebertl (25), íþróttastjóri RB Leipzig, segir það alveg ljóst að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku (25) muni ganga í raðir Chelsea. (Bild)

Newcastle hefur blandað sér í baráttu við Leicester um argentínska framherjann Nico Gonzalez (24) hjá Fiorentina. Ítalska félagið mun ekki hleypa honum frá sér fyrir minna en 40 milljónir punda. (TuttoMercatoWeb)

Everton og Newcastle eru í viðræðum um möguleg kaup á ekvadorska varnarmanninum Piero Hincapie (21) hjá Bayer Leverkusen. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham. (Football Insider)

Leeds United hefur hækkað 22 milljóna punda tilboð sitt í Azzedine Ounahi (22), marokkóska miðjumanninn hjá Angers sem spilaði vel með Marokkó á HM. (90 Min)

Chelsea og Tottenham hafa ekki lengur áhuga á enska framherjanum Anthony Gordon (21) hjá Everton. (CaughtOffside)

Villareal hefur boðið Tottenham og Liverpool að kaupa hollenska vængmanninn Arnaut Danjuma (25) en hefur bara fengið tilboð frá Everton og Bournemouth. (Relevo)

Jurgen Klopp segist ekki hafa í hyggju að láta af störfum hjá Liverpool, og að hann muni ekki fara nema hann neyðist til þess. Illa hefur gengið hjá liðinu á tímabilinu. (BBC)

Facundo Torres (22), sóknarmaður Orlando City og Úrúgvæ, segir að Arsenal hafi átt viðræður um að kaupa sig. (Goal)

Brighton hefur áhuga á argentínska framherjanum Valentin Castellanos (24) sem er hjá Girona á láni frá New York City. (Independent)

Franski varnarmaðurinn William Saliba (21) segist vera gríðarlega ánægður hjá Arsenal en hann er í viðræðum um nýjan samning. (Independent)

Það er í forgangi hjá Juventus að semja við enska varnarmanninn Chris Smalling (33) á frjálsri sölu frá Roma í sumar. (Tuttosport)

Fjölmörg félög í Championship-deildinni og League One hafa haft samband við Chelsea og vilja fá enska varnarmanninn Bashir Humphreys (19) lánaðan. Leikmaðurinn lék sinn fysta leik fyrir Chelsea í bikarleiknum gegn Manchester City. (Football Insider)

Norwich mun reyna við enska hægri bakvörðinn Tommy Smith (30) hjá Middlesbrough ef Max Aarons (23) fer annað í janúar. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner