Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. janúar 2023 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír ólöglegir leikmenn í leik Fram og Vals
Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.
Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Valur áttust við í Reykjavíkurmóti kvenna á dögunum, en leikurinn endaði með 13-0 sigri Íslands- og bikarmeistara Vals.

KSÍ sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að bæði lið hafi spilað á ólöglegum leikmönnum í þessum leik.

Glódís María Gunnarsdóttir og Birta Ósk Sigurjónsdóttir léku með Val, en eru skráðar í KH. Auður Erla Gunnarsdóttir lék með Fram, en er skráð í Hamar.

Í reglugerð KSÍ varðandi Reykjavíkurmótið segir: „Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000."

Úrslit leiksins standa þar sem bæði lið voru með ólöglega leikmenn en bæði lið fá sekt; Valur fær 90 þúsund króna sekt og Fram fær 60 þúsund króna sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner