Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund er aðeins með tvö mörk í sextán spiluðum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Rúben Amorim, stjóri Manchester United, var spurður að því hvort þetta væri áhyggjuefni?
„Ég tel að þetta sé vandamál liðsins frekar en hans. Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur verið til staðar í nokkurn tíma. Liðið skorar ekki nægilega mikið og ógnar ekki nægilega mikið," segir Amorim.
„Þegar þú ógnar andstæðingnum þá pressar hann þig kannski ekki eins hátt. Þetta helst í hendur."
Amorim var einnig spurður út í möguleikann á því að Brasilíumaðurinn Antony myndi yfirgefa United í glugganum.
„Eins og ég hef sagt þá vil ég halda leikmönnunum mínum. Ég er með einbeitingu á þeim sem ég er með í höndunum. Ég veit ekki hvað gerist í glugganum, bíðum og sjáum. Hann gerði vel gegn Southampton."
Manchester United mætir Brighton á sunnudaginn.
Athugasemdir