Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ákváðu að nota Redknapp ekki á Fratton Park
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Mynd: Getty Images
BT Sport hefur ákveðið að vera ekki með Harry Redknapp í útsendingu sinni frá bikarleik Portsmouth og Arsenal þann 2. mars næstkomandi.

Redknapp hefur unnið fyrir BT Sport og var hann upprunalega talinn góður kostur í þennan leik þar sem hann er fyrrum stjóri Portsmouth.

En þar sem hinn 72 ára gamli Redknapp hefði þurft að standa út á velli í útsendingunni þá kaus BT Sport að nota hann ekki. Það er út af hættu á að stuðningsmenn Portsmouth myndu ekki haga sér vel í garð Redknapp.

Redknapp var tvisvar stjóri Portsmouth, fyrst frá 2002 til 2004 og síðan frá 2005 til 2008. Hann stýrði liðinu til sigurs í FA-bikarnum árið 2008 með Hermann Hreiðarsson í vörninni.

Hann stýrði hins vegar helstu erkifjendum Portsmouth í Southampton á milli 2004 og 2005, og þá yfirgaf hann Portsmouth á ekki sérlega góðum nótum árið 2008 til að taka við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner