Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kimmich að skrifa undir - Verður fyrirliði Bayern
Kimmich hefur spilað tæplega 450 leiki á 10 árum hjá FC Bayern.
Kimmich hefur spilað tæplega 450 leiki á 10 árum hjá FC Bayern.
Mynd: EPA
Framtíð Joshua Kimmich hefur verið í mikilli óvissu þar sem samningur hans við þýska stórveldið FC Bayern rennur út næsta sumar.

Kimmich er 30 ára gamall og er gríðarlega öflugur bæði sem hægri bakvörður og varnartengiliður, auk þess að geta spilað á miðri miðjunni.

Talið var að Kimmich væri að leita sér að nýrri áskorun og eru mörg stórlið sem sýndu honum áhuga. Hann virðist þó ætla að vera áfram í München samkvæmt Max Eberl, yfirmanni fótboltamála hjá Bayern.

„Við áttum virkilega, virkilega góðar samræður við Kimmich um nýjan samning. Við vonumst til að ganga frá þessum viðræðum sem fyrst," sagði Eberl meðal annars.

„Hann ætti að verða nýi fyrirliði félagsins þegar (Manuel) Neuer leggur hanskana á hilluna."
Athugasemdir
banner
banner
banner