Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist hafa átt sitt besta tímabil á ferlinum með Man Utd
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro vill meina að fyrsta árið hjá Manchester United hafi verið besta árið á hans ferli.

Casemiro gekk í raðir Man Utd sumarið 2022 eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna hjá Real Madrid.

Hann lék vel á sínu fyrsta tímabili með United en eftir það hefur leiðin legið niður á við.

„Besta tímabilið mitt persónulega séð var fyrsta tímabilið mitt með Man Utd. Ég er ekki að tala um liðið og titla; að vinna Meistaradeildina með Real Madrid er það besta," sagði Casemiro.

„En ef ég tala um mig sem leikmann, þá held ég að Old Trafford hafi séð bestu útgáfuna af Casemiro á fyrsta árinu mínu hérna."
Athugasemdir
banner
banner